Hefur þú skoðað nýsköpunar- og frumkvöðlabrautina okkar

Nýsköpunar- og frumkvöðlabraut

Smelltu hér til að skoða brautina.

Námi á nýsköpunarbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum og verklegum greinum með áherslu á nýsköpun og tækni. Í námi sínu tileinka nemendur sér mismunandi nálgun við lausn ýmissa verkefna og temja sér verkleg, skapandi og listræn vinnubrögð. Námið veitir góðan undirbúning fyrir nám í háskólum eða sérskólum einkum á sviði skapandi greina. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi. Frjálst val á brautinni er 14 einingar og er nemendum bent á að nota það til að styrkja undirbúning sinn fyrir það nám sem stefnt er að í háskóla.