Gulli Gunnars með fyrirlestur um hljóðhönnun fyrir tölvuleiki

Guðlaugur Gunnarson með fyrirlestur um hljóðhönnun fyrir tölvuleiki fyrir nemendur Gunnlaugs Smáraso…
Guðlaugur Gunnarson með fyrirlestur um hljóðhönnun fyrir tölvuleiki fyrir nemendur Gunnlaugs Smárasonar í rafíþróttur, maí 2023.

Í verkefnaviku Fjölbrautaskóla Snæfellinga fengu nemendur í rafíþróttum góðan gest á Teams. Gulli Gunnarsson, sem útskrifaðist jólin 2006 úr FSN og 2012 úr Ravensbourne University í London, hitti krakkana og spjallaði við þau um starfið sitt hjá Remedy Entertainments.
Gulli starfar við hljóðhönnun í tölvuleiki hjá Remedy Entertainment í Helsinki. Remedy er AAA stúdíó í Helsinki og hefur gefið út leiki á borð við Max Payne, Alan Wake, Quantum Break og Control.

Gulli sýndi nemendum hvernig hann hannar hljóð inn í tölvuleiki og hversu ótrúlegur heimur þetta er. Hljóðblöndunin fyrir Control tók tvö og hálft ár og enginn dagur eins á skrifstofunni. Gulli kom t.d. í Skipavík eitt sumarið og lamdi á allskyns járn með upptökuna í gangi, það einmitt rataði inn í leikinn sem hann var að hanna það ár. Starfið er ótrúlega fjölbreytt og spennandi.

Nemendur voru yfir sig hrifnir og greinilegt að spjallið við Gulla ýttu undir áhuga nemenda á að skoða nám sem þau höfðu ekki spáð í fyrr. Gunnlaugur Smárason, rafíþróttakennari, staðfesti að hann og Gulli Gunnars munu halda áfram að fræða og spjalla við nemendur í rafíþróttum og ætla þeir vinirnir að geta gert meira úr þessu skemmtilega uppátæki í framtíðinni.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur í gegnum tíðina útskrifað hæfileika- og metnaðarfullt fólk og mun halda því áfram. Það er gaman að sjá hversu fjölbreyttur útskriftarhópur Fjölbrautaskóla Snæfellinga er.

 Örlítið meira um feril Gulla hjá Remedy Entertainmenst:

Gulli byrjaði þar 2018 og hefur unnið við:

 Control

https://www.youtube.com/watch?v=PT5yMfC9LQM

 Eftirfarandi verðlaun fékk leikurinn fyrir „Leikur ársins“:

IGN

Game Informer

Polygon

 Hljóð:

nominated:

The Game Awards

BAFTA

 Win:

GDC Awards

 Þessa stundina er hann að vinna í Alan Wake 2

 https://www.youtube.com/watch?v=zyJvCq4HvQ4