Góðgerðavika Nemendafélags Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Vikuna 4.- 8.mars stóð nemendafélag FSN fyrir góðgerðaviku. Málefnið sem nemendur völdu var að hjálpa jemenskum börnum í neyð.  https://unicef.is/neyd 

Einn af nemendum skólans fékk þá áskorun að dvelja heilan dag í búri. Eins og sjá má á myndinni var hann ekki að slá slöku við í náminu þó að aðstaða til náms gæti verið betri.