Það var fallegur dagur á Snæfellsnesi þegar þessi mynd var tekin af Hermanni mannauðsstjóra FSN, Hrafnhildi skólameistara og gestum frá Króatíu.
Á síðastliðinn mánudag komu til okkar í FSN gestir frá framhaldsskóla í Zagreb í Króatíu, tveir kennarar og þrír nemendur. Þau komu til að skoða matarvenjur og framboð á hollum mat í íslenskum framhaldsskólum, auk þess sem þau fengu tækifæri að virða fyrir sér einstaka náttúru Snæfellsness. Þau voru afskaplega lukuleg með heimsóknina og leist vel á skólann, kennsluaðferðir og hversu duglegir nemendur FSN voru við vinnu sína. Verkefnið var unnið í gegn um Erasmus og stefnir FSN á að endurgjalda heimsóknina og fara til Króatíu á komandi misserum. Framhaldsskólinn sem þau koma frá heitir XII.gimnazija.