Fyrsti kennsludagur og skólasetning

Starfsfólk FSN hlakkar til skólastarfs í vetur
Starfsfólk FSN hlakkar til skólastarfs í vetur
  • Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2024 verður á  mánudaginn 19. ágúst kl. 08:30.
  • Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundatöflu.
  • Kennsla fyrir fjarnemendur hefst á sama tíma og fyrir staðnemendur.
  • Kynningarfundur fyrir foreldra er 2.september klukkan 17:30.

Hafragrautur er í boði fyrir nemendur og starfsfólk alla daga. Hægt er að fá hafragraut á mánudaginn. 

Mötuneytið opnar mánudaginn 26.ágúst. Nemendur þurfa því að koma með nesti fyrir hádegissnarlið í næstu viku og þeim er að sjálfsögðu  heimilt að borða nestið í matsal skólans. Hægt verður að kaupa matarmiða á skrifstofu skólans þegar mötuneytið opnar.

Bókalista má finna hér en rétt er að benda á að mikið af námsgögnum eru rafræn og nemendur þurfa því ekki að kaupa mikið af bókum. 

Nemendur sem þurfa frekari upplýsingar eða aðstoð við val á áföngum eru beðnir um að hafa samband við Agnesi Helgu Sigurðardóttur, námsráðgjafa (agnes@fsn.is).

Athygli er vakin á því að á heimasíðu skólans, www.fsn.is er að finna margvíslegar upplýsingar um skólann eins og bókalista, dagatal annar, moodle leiðbeiningar ofl.

Rútur:

FSN er líka á instagram og facebook.