Fyrsti kennsludagur á haustönn 2022

Það var sérstaklega ánægjulegt að fá nemendur í skólann á fyrsta skóladegi haustannar 2022. Við hlökkum til komandi skólaárs og eigum þá ósk heitasta að við fáum frið fyrir covid veirunni og veðurguðirnir verði okkur hagstæðir svo að skólaakstur gangi samkvæmt áætlun.

Nú eru um 200 nemendur innritaðir í skólann og þeir skiptast þannig að um 80 nemendur stunda nám í fjarnámi og um 120 nemendur eru í dagskóla. Skólinn hefur rekið Framhaldsdeild á Patreksfirði frá árinu 2007 en þar verða 16 nemendur þetta skólaárið og er Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir nýr deildarstjóri.

Stundataflan er með aðeins öðru sniði en síðasta skólaár. Dagskólanemendum hefur fækkað vegna fámennra árganga úr grunnskóla og því höfum við kennslu í skólanum fjóra daga vikunnar en á föstudögum kennum við á TEAMS, nemendur og kennarar eru því heima og það er mætingarskylda í tímana á föstudögum eins og aðrar kennslustundir.

Á vinnudögum í vor voru mætingarreglur endurskoðaðar og nú geta nemendur fengið einingu fyrir góða mætingu. Hægt er að kynna sér nýjar mætingarreglur hér.