Fyrirkomulag kennslu 24.-28.ágúst

Það er ljóst að í byrjun haustannar 2020 mun allt skólastarf litast af sóttvörnum. Grunnstoðir þess starfs eru eftirfarandi:

  • Takmarka smitleiðir og samneyti meðal nemenda og starfsmanna.
  • Veikir nemendur og starfsmenn koma ekki í skólann.
  • Viðhafa gott hreinlæti og sóttvarnir.
  • Í gildi er eins metra fjarlægðarmörk milli allra innan skólans.

Öllum er heimilt að nota grímur hvenær sem er sem og hanska.

  • Inn í skólann eru þrír inngangar og nemendur fara inn 
  • samkvæmt þessari skiptingu:
  • Appelsínugul ör.  Inngangur í matsal: Árgangur 2001  og  2003.
  • Gul ör. Aðalinngangur: árgangur 2004 og starfsbraut.
  • Blá ör. Inngangur austanmegin: árgangur 2002, 2000 og nem. eldri en 2000.

 

Kennsla hefst hjá öllum nemendum samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst kl. 8:30

  • Kennslan verður sambland af fjarnámi og dagskóla.
    • Þessir nemendur mæta alla daga í skólann:
      • Nýnemar.
      • Nemendur.
      • Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði.

 

    • Nemendur í FSN sem eru fæddir fyrir 2004, þ.e. eldri nemendur mæta samkvæmt þessari skiptingu í næstu viku, þ.e. 24.-28.ágúst.

Skiptingin er samkvæmt stafrófsröð:

Nemendur  A-H mæta á mánudag, miðvikudag og föstudag

Nemndur I-Ö mæta á þriðjudag og fimmtudag.

      •  
  • Kennt verður eftir stundatöflu eins og hún er í Innu. Mæting er skráð í öllum tímum. Kennsla fer fram í Moodle og TEAMS
  •  
  • Mötuneytið verður opið.
    • Hafragrautur er í boði FSN á morgnana en einnig er hægt að kaupa aðrar veitingar
    • Matarmiðar eru til sölu á skrifstofu og í mötuneyti.
  • Ef nemendur þurfa að bíða á milli tíma þá geta þeir unnið í mötuneytinu eða unnið á öðrum lærdómsstöðum í húsin
  • Í FSN er til staðar viðbragðsáætlun ef upp kemur smit eða grunur um slíkt. Leiðbeiningar þegar upp kemur smit eru að finna hér.

Nemendur, kennarar og annað starfsfólk á ekki að mæta til starfa ef þau:

  1. Eru í sóttkví.
  2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
  3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-1 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

  •