Fyrirkomulag kennslu 19.-23.október

Ég veit að áhrif heimsfaraldursins hefur haft mikil áhrif á skólastarf í FSN eins og í öðrum skólum. Ég veit líka að það eru allir að gera sitt besta og vinna úr stöðunni eins vel og hægt er hverju sinni. Við vitum að þessu tímabili mun ljúka og þá getum við hafið hefðbundið skólastarf aftur en við vitum ekki hvenær það verður. Þangað til þá skulum við halda áfram að gera okkar besta því þá verður auðveldara að taka upp þráðinn að nýju og halda áfram þar sem frá var horfið í venjulegu skólahaldi. Ég vil minna á að það verður gott fyrir bæði nemendur og starfsfólk að geta þá litið til baka og hugsað, „já ég stóð mig vel á þessu undarlega COVID- tímabili.“

                   Næsta vika er 43. vika.  19.-23.október

Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.  Minnisblað sóttvarnalæknis.

Skólahald næstu viku verður með eftirfarandi hætti:

  • Nemendur í Framhaldsdeild mæta í deildina á Patreksfirði.
  • Nemendur á starfsbraut mæta í skólann í Grundarfirði.
  • Nemendur í GRTE1FF05 og GRTE2FÚ05 mæta samkvæmt stundatöflu.
  • Nýnemar, þ.e. nemendur fæddir 2004 mæta í skólann í Grundarfirði.
  • Önnur kennsla fer fram á TEAMS og MOODLE.

Til minnis:

  • Grímuskylda verður í skólanum.
  • Nemendur sem eiga eftir að velja áfanga fyrir vorönn 2021 þurfa að gera það sem fyrst. Hafið samband við umsjónarkennara, Agnesi eða Sólrúnu ef ykkur vantar aðstoð.
  • Á þriðjudaginn 20.október er umsjónartími.
  • Samkvæmt skóladagatali ættu nemendur í Framhaldsdeild að vera hér í FSN en vegna sóttvarnaráðstafana teljum við ekki æskilegt að þeir komi hingað þannig að þeirri heimsókn er frestað.           

Haustveðrið leikur við okkur þannig að ég vil hvetja alla til að stunda útivist um helgina.

Eigið góða helgi,

Hrafnhildur skólameistari