Fuglaskoðun nemenda

Nemendur í áfanganum dýrafræði  fóru í fuglaskoðun við Grundarfjörð í lokaverkefni sínu. Gott fuglaskoðunarsvæði er vestan við bæinn sem nemendur heimsóttu og við hafnarsvæðið er töluvert af fuglum. Úttekt á fuglalífi á Snæfellsnesi sem gerð var árið 2012 var höfð til hliðsjónar í verkefninu og báru nemendur saman sínar talningar við þær tölur. Nemendur stóðu sig vel og hafa vonandi lært sitthvað um fuglalíf í þessu lokaverkefni.