FSN gerir samning við Jóhann Jón Ísleifsson um ráðgjöf og verkefnastjórnun vegna nýsköpunarbrautar

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er að innleiða Nýsköpunar - og frumkvöðlabraut.

Lykilatriði í nýsköpun og frumkvöðlafræði er að vinna og útfæra hugmyndina í viðskiptaáætlun sem er það skjal sem frumkvöðlar nýta til að selja hugmynd sína og afla nauðsynlegs fjármagns til að framkvæma hana og hefur FSN ákveðið að gera viðskiptaáætlun að rauðum þræði í kennslu brautarinnar og tengja hana atvinnulífinu meira en nú er gert.

Í tilefni af þessu höfum við gert samning við Jóhann Jón Ísleifson um ráðgöf og  verkefnisstjórnun við innleiðingu  þessarar nýju námsbrautar. Í samningnum felst m.a. aðstoð og ráðgjöf við að skipuleggja námsferil og tengja námsgreinar við stöðu í viðskiptaáætlun. Tengja námið við atvinnulífið  og koma að skipulagningu á vinnustofum og vinnuferðum til fyrirtækja. Ráðgjafinn mun einnig útvega aðila sem bæði geta miðlað af reynslu sinni og verið með fyrirlestra . Að lokum má nefna stuðning við kennslu og fyrirlestra eftir þörfum. Við fögnum aðkomu Jóhanns Jóns (eða Jonna, eins og flestir þekkja hann) og bjóðum hann velkominn í starfið með okkur.