Framhaldsskólahermir - nemendur 10.bekkja á Snæfellsnesi í heimsókn

Nemendur i 10,bekkjum á Nesinu spila sokkabolta við nemendur í FSN
Nemendur i 10,bekkjum á Nesinu spila sokkabolta við nemendur í FSN

Í dag var hinn árlegi Framhaldsskólahermir en hann felst í því að nemendur í 10.bekkjum grunnskóla á Snæfellsnesi koma og kynna sér FSN. Nemendur sem búa utan Grundafjarðar koma með skólabílum í skólann. Agnes Helga námsráðgjafi tók á móti nemendum og sýndi þeim skólann og kynnti þá fyrir starfsfólkinu. Síðan fóru nemendur í tíma en þeir fá sérstaka stundatöflu fyrir þennan dag.  Skóladeginum lauk síðan með því að nemendur FSN og gestir fóru í sokkabolta í matsalnum. Þessi dagur er orðin hefð í skólalífinu og er hluti af skólakynningum FSN fyrir nemendur í 10.bekkjum grunnskólanna. Þessi dagur tókst vel og nemendur fóru glaðir heim.