Flottir nemendur frá FSN skelltu sér á skíði og bretti

Nemendur FSN í íþróttaáfanganum ÍÞRÓ1SK02 skelltu sér í Hlíðarfjall á Akureyri dagana 4. 5. og 6. mars ásamt Guðrúnu Jónu Jósepsdóttur og Gísla Pálssyni sem sáu um fararstjórn og grunnkennslu fyrir þá sem voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum eða bretti.

Nemendur stóðu sig mjög vel og nýtu dagana vel í brekkunni í frábæru veðri og var gaman að fylgjast með því þegar þau náðu tökum á tækninni og öðluðust meira sjálfstraust í verkefnin.

Það er komin hefð fyrir nestispásu í Strýtuskála sem er í um 700 metra hæð og náðu allir nemendur að renna sér niður í þetta skipti.

Þau voru svo sannarlega sjálfum sér, foreldrum sínum og FSN til sóma.

Mikil samvera einkenndi þessa ferð en það var farið saman í rútu, gist á gistiheimili, skellt sér í sund og farið út að borða sem er nauðsynleg þjálfun í félagsfærni.

Við viljum koma sérstökum þökkum til Hjalta hjá Rútuferðum ehf. fyrir liðlegheit og góða þjónustu.

Einnig viljum við þakka nemendum fyrir góða hegðun og góða umgengni.

Sjá myndir hér úr skíðaferðinni 

 

 

Gísli Pálsson & Guðrún Jóna Jósepsdóttir