Fjölbrautaskóli Snæfellinga hlýtur jafnlaunavottun

Afhending jafnlaunavottunar.  Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari og Gná Guðjónsdóttir framkvæ…
Afhending jafnlaunavottunar. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari og Gná Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og Birna Dís Eiðsdóttir vottunarstjóri frá Versa vottunarstofu.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur hlotið vottun. frá vottunarstofunni Versa og í kjölfarið hefur Jafnréttisstofa veitt FSN heimild til að nota Jafnlaunamerkið. Þetta þýðir að jafnlaunakerfi FSN uppfyllir kröfur stjórnunarstaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfi FSN byggir á launa- og jafnlaunastefnu skólans. Markmið skólans er að starfsfólk óháð kyni njóti sömu launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Vinna við að þróa og innleiða jafnlaunakerfi í FSN fór fram síðastliðið skólaár. Að innleiðingunni unnu Hermann Hermannsson mannauðsstjóri skólans og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari. Þær Anna Beta Gísladóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir frá Ráður, ráðgjafafyrirtæki, leiddu okkur í gegnum undirbúning og innleiðingu.

Hér á myndinni er Hrafnhildur skólameistari að taka við jafnlaunamerkinu frá Gná Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra og Birnu Dís Eiðsdóttur vottunarstjóra í Versa vottun.

 

Vottunarskírteini FSN.