Fjarnám við FSN

Hér á síðu FSN eru komnar inn skýrslur um fjarnám skólaárin 2021-2022 og 2022-2023. Boðið hefur verið upp á fjarnám (dreifnám) við skólann frá stofnun skólans og hafa fjarnemendur verið ánægðir með framboð á námi og þá þjónustu sem þeir fá. Nú hafa 97 nemendur skráð sig í fjarnám við skólann og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár.

Í viðhorfskönnun vorið 2023 voru 83% fjarnámsnema mjög eða frekar ánægðir með að vera í FSN og 78% voru mjög eða frekar sammála því að kennsla við skólann væri almennt góð. Svar fjarnemenda var svohljóðandi: „Námið í skólanum er vel upp sett og hentar sérlega vel fyrir fjarnema.“