Fjarkennsla mánudag og þriðjudag vegna Kórónuveirufaraldurs

 Vegna Kórónuveiru-faraldursins munum við fjarkenna á mánudag 22.nóvember og þriðjudag. 23.nóvember.  Staðan verður tekin á þriðjudaginn og ákvörðun tekin um framhaldið.                       

Ég minni á að það eru aðeins þrjár vikur eftir af þessari önn. Ekki missa móðinn, haldið áfram að vinna vel og kæru nemendur verið í góðu sambandi við kennarana ykkar. Við kunnum að vera í fjarnámi á TEAMS og MOODLE og við skulum halda áfram að standa okkur vel þó að við getum ekki mætt í skólann þessa daga.

Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði mæta í deildina þar.

Förum varlega, ef þið finnið fyrir minnstu einkennum, þá skuluð þið fara í skimun.

Eins og áður gilda sóttvarnareglurnar: 

      Þvo hendur.

      Spritta.

      Halda 1 m fjarlægð.

      Forðist fjölmenni.

 

 Farið varlega

Kveðja

Hrafnhildur skólameistari