Erasmus heimsókn

Núna eru nemendur frá mörgum löndum í heimsókn hér í FSN í sambandi við Erasmus verkefni: 

Verkefnið heitir Science around us. Það er samstarfsverkefni sex skóla í jafnmörgum löndum og mun standa yfir í tvö ár eða til ársins 2020. Löndin sem taka þátt eru Grikkland, Finnland, Malta, Frakkland, Pólland og að sjálfsögðu Ísland. Munu nemendur ásamt kennurum fara í ferðir til þessara landa. Umfjöllunarefni í þessu verkefni er orka, umhverfið og loftlagsbreytingar og náttúruvísindi.
Það er mikill heiður að fá að taka þátt í samstarfi af þessum toga og stærðargráðu en þetta er fyrst og fremst lærdómsríkt og víkkar sjóndeildarhring nemenda. „

Erasmus verkefni