Enski boltinn

Nemandi í FSN, hún Helena Anna Hafþórsdóttir, gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á toppinn í nýrri íslenskri getraunakeppni núna í vikunni.

Um er að ræða nýjan leik sem kallast Pikkið.is, notendur skrá sig inn á síðuna og giska á leiki hverrar umferðar í enska boltanum, og er Helena með flest stig á landsvísu eftir fyrstu umferðina. Helena er tiltölulega nýfarin að fylgjast með enska boltanum og knattspyrnu yfirhöfuð, en ástæðan er sú að hún skráði sig í enskuáfanga við skólann sem heitir einmitt Enski boltinn. Það er Hafsteinn Mar Sigurbjörnsson sem kennir þennan áfanga.

Helena á von á gosglaðningum frá Ölgerðinni fyrir árangur sinn en stigahæsti spilari hverrar umferðar fær verðlaun fyrir. Við óskum Helenu til hamingju með árangurinn og vonandi heldur hún toppsætinu áfram næstu umferðir.