Áhugasamir nemendur í krufningu

Krufning í áfanga hjá Árna Ásgeirssyni kennara.
Krufning í áfanga hjá Árna Ásgeirssyni kennara.

Áhuginn leyndi sér ekki á viðfangsefninu í tíma hjá Árna Ásgeirssyni en í síðustu viku fengu nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga að kryfja ýmis líffæri úr sauðfé. Verkefnið var samvinnuverkefni þriggja áfanga ásamt því að nemendur á starfsbraut skólans tóku virkan þátt og sýndu góða takta. Áfangarnir sem unnu saman í verkefninu voru dýrafræði (LÍFF3DÝ05), líf- og líffærafræði (LÍOL2IL05) og upplýsingatækni (UPPD1SM03). Nemendur í dýrafræði og líf- og líffærafræði sáu um krufningu og upplýsingatækni áfanginn tók upp herlegheitin og unnu upp úr því myndband. Lokaafurð nemenda í dýrafræði og líf-og líffærafræði var að útbúa fyrirlestur þar sem fjallað var um virkni hjarta, lungna, nýrna og lifrar.
Nemendur stóðu sig mjög vel og voru áhugasamir eins og sjá má á myndunum

Myndirnar tók Tómas Freyr Kristjánsson.

Krufning