Dýrafræði

Í dag fengu nemendur Jón Einar Jónsson frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi  í heimsókn og hélt hann fyrirlestur um fugla og kynnti fyrir nemendum þær rannsóknum sem hann er að vinna að. Síðan, undir handleiðslu Jóns, krufðu nemendur æðarfugla, skoðuð ýmis líffæri og skoðuðu hvað æðarfuglar éta með því að opna maga og fóarn.

forvitin

Í fyrri hluta námskeiðsins fræddust nemendur einnig um spendýr og í janúar fengum við Róbert Arnar Stefánsson og Menju von Schmalensee frá Náttúrustofu Vesturlands til að kryfja mink. Þau kynntu nemendum einnig þær rannsóknir sem þau vinna að.

Það er mikilvægt fyrir áfanga líkt og dýrafræði að nemendur fái að kynnast starfi vísindamanna af svæðinu sem stunda rannsóknir á íslenskum dýrategundum. Við þökkum Jóni Einari, Róberti og Menju kærlega fyrir aðstoðina.

minkur2