Rafíþróttir

Dagurinn brotinn upp

 

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa síðustu vikurnar spilað og æft Counter Strike GO í Rafíþróttahúsnæði UMFG sem við köllum Borg19. Nemendur hafa unnið með markmiðasetningu, dagbókarskrif (martarvenjur og svefnvenjur). Það var hins vegar öðruvísi dagur 4. nóvember hjá nemendum þar sem þeir öttu kappi við 5 kennara í Counter strike GO.

Kennarar spilaðu leikinn fyrir talsvert mörgum árum og mátti sjá keppnisskap í bland við bros þegar á leiknum stóð. Leikurinn endaði þannig að nemendur unnu en með hverjum leiknum sem kennararnir spiluðu urðu þeir betri og betri. Það má því með sanni segja að æfingin skapar meistarann. Kennararnir eru staðráðnir í því að spila fleiri leiki enda góð afþreying og tengjast kennarar og nemendur skemmtilegum böndum þegar spilaðir eru tölvuleikir. Það verður því gaman að fylgjast með hvernig fer í næsta stríði.

 

Rafíþróttir eru að vinsælar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og eru tveir áfangar kenndir þessa önnina. Nemendur munu svo í janúar á næsta ári keppa fyrir hönd skólans í Framhaldsskólaleikunum í Rafíþróttum. Þar eru þrír leikir spilaðir, Counter Strike GO, Rocket league og Fifa.

 

Spennandi tímar framundan.

Lifum, lærum og leikum.