Breytt skólahald vegna nýrra sóttvarnareglna

Á miðnætti 25.03 tóku gildi nýjar sóttvarnarreglur. Þessar reglur þýða að ekkert staðnám verður næstu tvo daga, þ.e. fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars sem er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí.
Kennsla fer fram á TEAMS á fimmtudag og föstudag samkvæmt stundatöflu en útfærsla á námi og kennslu er í höndum hvers kennara og munu kennarar senda upplýsingar til nemenda í sínum hópum.
 Við minnum á að á miðnætti á föstudag rennur  frestur til að skila verkefnum þessa vikuna.

Samkvæmt skóladagatali hefst kennsla að loknu páskafríi 7.apríl.

Við vitum ekki hvernig skólahald í framhaldsskólum verður eftir páska, það á eftir að koma í ljós og því er nauðsynlegt er að allir nemendur fylgist vel með vef skólans, tölvupósti, Moodle og Teams.