Brautskráning í desember

Fjölbrautaskóli Snæfellinga útskrifar nemendur tvisvar á ári, í desember og  maí. Næsta brautskráning fer fram föstudaginn 19.desember. Engin formleg útskriftarathöfn er á dagskrá en útskriftarefnum býðst að sækja prófskírteini sitt í  skólann þann dag milli kl. 11 og 12. Næsta útskriftarhátíð verður 22.maí klukkan 14:00.