Brautskráning 25.maí

Þriðjudaginn 25.maí klukkan 15:00 fer fram brautskráning nýstúdenta við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Vegna samkomutakmarkana geta einungis útskriftarnemar og nánustu aðstandendur verið viðstaddir. Hver útskriftarnemi  má bjóða með sér átta gestum og eru útskriftarnemar beðnir að senda upplýsingar um nöfn, kennitölu og símanúmer gesta sinna til Agnesar Helgu ráðgjafa, agnes@fsn.is fyrir 19.maí.

Hátíðinni verður streymt beint á facebook síðu skólans.