Brautskráning 18. desember kl. 14:00

Laugardaginn 18. desember  klukkan 14:00 fer fram brautskráning nýstúdenta við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Vegna fjöldatakmarkana getur hver útskriftarnemi aðeins boðið með sér þremur  til fjórum gestum að vera viðstaddir athöfnina.

Athöfninni verður streymt á fésbókarsíðu skólans. Dagskráin er hefðbundin þrátt fyrir að aðstæður séu óhefðbundnar. Skólameistari útskrifar nemendur og flytur ávarp. Útskriftarnemandi og eldri nemandi flytja ávörp og einnig mun starfsmaður flytja kveðjuræðu fyrir hönd starfsfólks. Við munum veita viðurkenningar og hlýða á tónlistaratriði og að lokum er boðið upp á kaffiveitingar í matsal skólans.