Berlínarferð nemenda

Berlínarferð nemenda Fsn fór fram dagana 8.-13.apríl. Mikil ánægja var með ferðina sem tókst vel í alla staði.
Hópurinn fór í þriggja tíma hjólatúr með íslenskri leiðsögn, sem var mjög fræðandi og áhugavert. Einnig heimsótti hópurinn borgina Potsdam sem er höfuðborg Brandenborgarfylkis, en það er að finna hallargarða sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Go kart og keila var líka á dagskrá, sem vakti mikla gleði.
 
Stemningin í hópnum var mjög góð og það voru glaðir nemendur sem skiluðu sér heim að ferðinni lokinni.
Í hópnum voru nemendur í þýsku í FSN ásamt Hólmfríði Friðjónsdóttur þýskukennara.