Athugið breytingu á brottfarartíma skólabíla - þeir fara fimm mínútum fyrr á morgnana

Skólabílar aka með nemendur og starfsfólk
Skólabílar aka með nemendur og starfsfólk

Vakin er athygli á örlítilli breytingu á brottfarartíma skólabíla á morgnana, þeir fara nú fimm mínútum fyrr af stað. Þessi breyting er gerð til þess að nemendur séu komnir í skólann þegar kennslan byrjar klukkan 8:30. 

Tímatafla skólabíla

Við viljum hvetja nemendur til að nýta sér skólabílinn, það er bæði umhverfisvænna og öruggara að ferðast saman í bíl. Það er líka rétt að taka það fram að þessi ferðamáti er í boði fyrir aðra en nemendur FSN. Hægt er að kaupa rútumiða á skrifstofu skólans.