Árshátíð NFSN

Kæru nemendur
Eins og þið vitið þá er alvarleg veira að ganga yfir (COVID-19) og höfum við tekið þá ákvörðun að fresta ballinu í kvöld. Við ætlum þó að halda Árshátíðina okkar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga eins og áætlað var. 

Full dagskrá í boði árshátíðarnefndar, árshátíðarvídeó, tilnefningar og skemmtiatriði hjá æðislegum kynnum kvöldsins, Hadda Padda og Erni og fullt af öðrum atriðum verða sýnd. Einnig verða rútuferðir frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ í boði FSN, þarf þó að skrá sig í rútur á Facebook hóp Nemendafélagsins. Brottfarartímar rútanna eru eins og hér segir:

  • Hellissandur kl. 18:45
  • Rif kl. 18.48
  • Ólafsvík 18:56
  • Stykkishólmur kl. 18.45
  • Brottför til baka að lokinni skemmtun.

Húsið opnar klukkan 19:00 og skemmtunin byrjar kl. 19:30. Elsa og Grétar sjá um matinn í kvöld og er matseðillinn glæsilegur, lambakjöt, svínakjöt og meðlæti og að sjálfsögðu gómsætur eftirréttur. 

Þeir sem keyptu miða á ballið hafa tvo valkosti; annars vegar að eiga inni ballmiða fyrir næsta ball eða fá miðaverðið endurgreitt.  Endurgreiðsla miðanna fer fram mánudaginn 16. mars í verkefnatíma.

Það er von okkar að við skemmtum okkur öll vel í kvöld. Gangið hægt um gleðinnar dyr og engin knús og kossar en elskum samt hvort annað. 

Áslaug Stella forseti NFSN
Aníta Elvan formaður árshátíðarnefndar
Elva Björk formaður skemmtinefndar
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari
Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari