Andlát Sólrúnar Guðjónsdóttur aðstoðarskólameistara

Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari FSN lést 2.júlí á Landspítalanum.  Sólrún hóf störf við FSN strax við stofnun skólans haustið 2004 og var þá ráðin sem kennari við skólann. Auk kennslunnar tók hún að sér ýmis störf sem tengdust skólastarfinu. Hún sat sem fulltrúi kennara í skólnefnd í nokkur ár og síðan sat hún í skólanefndinni sem stjórnandi. Sólrún var tengiliður við nemendafélag skólans og stóð ófáar vaktir á skólaböllum og fleiri viðburðum í félagslífi nemenda. Sólrún sá um erlend samskipti og fór í fjölmargar ferðir erlendis, bæði með nemendum og með starfsfólki auk þess að taka á móti erlendum gestum sem komu að heimasækja skólann. Sólrún aflaði sér endurmenntunar á sviði leiðsagnarmats og var í forustu við að innleiða þá kennsluaðferð við skólann og var ötul við að kynna þau fræði fyrir kennurum annarra skóla. Fyrir stuttu tók hún sér námsleyfi og lagði stund á skjalstjórnun.  Útför Sólrúnar fór fram frá Grundarfjarðarkirkju 19.júlí að viðstöddu fjölmenni. Starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga þakkar Sólrúnu fyrir samfylgdina og vottar ættingjum dýpstu samúð.

Sólrún Guðjónsdóttir