Ánægja meðal starfsfólks við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í lok árs 2022 hóf FSN samstarf við fyrirtækið HR Monitor sem sérhæfir sig í mannauðsmælingum, með það að leiðarljósi að halda betur utan um upplifun starfsfólks. HR Monitor rekur forrit sem heldur utan um og sendir út kannanir til starfsfólks mánaðarlega. Kannanir voru sendar út mánaðarlega frá desembermánuði og hafa skilað mikilvægum upplýsingum og upplifun starfsfólks á 8 matsþáttum. Þeir matsþættir sem hafa mælst einna best voru starfsánægja, og sjálfstæði til ákvarðanatöku.

Niðurstöður könnunar um stofnun ársins 2022 tóna á margan hátt við þessar niðurstöður, en skólinn mælist með hæsta móti í matsþáttunum jafnrétti, starfsandi og ánægja og stolt. Það er því nokkuð ljóst ef litið er til þessarar mælinga að starfsandinn í FSN er góður.