Í dag 25. nóvember á Alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, hefst 16 daga átak UN Women sem stendur ár hvert frá 25. nóvember til 10. desember. Herferðin tengir saman alþjóðlegan baráttudag Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og alþjóðlegan mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg yfirskrift 16 daga átaksins árið 2025 er því . Herferðin í ár kallar eftir heimi þar sem tæknin þjónar jafnrétti – ekki ofbeldi.
UN Women kallar eftir:
• Alþjóðlegu samstarfi til að tryggja að stafrænir miðlar og gervigreind uppfylli öryggis- og siðferðisstaðla.
• Stuðningi við þolendur stafræns ofbeldis með því að fjármagna kvenréttindasamtök.
• Að gerendur verði dregnir til ábyrgðar með betri löggjöf og virkri framkvæmd hennar.
• Að tæknifyrirtæki axli ábyrgð með því að ráða fleiri konur til að skapa öruggara stafrænt rými, fjarlægja skaðlegt efni hratt og svara tilkynningum um ofbeldi.
• Fjárfestingu í forvörnum og breytingu á menningu og viðhorfum með fræðslu um stafrænt læsi og netöryggi fyrir konur og stúlkur. Samhliða því þarf að stuðla að verkefnum sem takast á við eitraða netmenningu.