Alþjóðlegi Netöryggisdagurinn - örnámskeið 12.febrúar klukkan 14:00

Við hvetjum foreldra til að skrá sig á þetta námskeið.

https://www.barnaheill.is/is/starfid-okkar/samstarfsverkefni/abendingalina/althjoda-netoryggisdagurinn?fbclid=IwAR01r9s7RY2bO5FsR0lh7sII-PUgQBajGN90yFsaogjlGllkSYYQxXivfL0

Örnámskeið um forvarnir gegn ofbeldi á neti

Þann 12. febrúar verður boðið upp á örnámskeið í forvörnum gegn ofbeldi á neti, fyrir foreldra og aðra fullorðna áhugasama um netöryggi barna. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínu Barnaheilla, fer yfir atriði sem skipta máli fyrir vernd barna og öryggi þeirra á neti. Fjallað verður sérstaklega um Ábendingalínuna og virkni hennar og eiginleika.

Þú getur skráð þig á örnámskeiðið hér að ofan

Örnámskeiðið mun vera sýnilegt á þessari síðu að honum loknum

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Örnámskeiðið er haldið í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum (e. Safer Internet Day) sem er þann 9. febrúar. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT.

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Þátttakendur í SAFT eru Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Rauði krossinn sem rekur hjálparsímann 1717 og Barnaheill sem reka Ábendingalínuna í samstarfi við Ríkislögreglustjóra.