Allir nemendur í fjarkennslu dagana 21.-23.september

Ágæta starfsfólk og nemendur

Nú hefur COVID-smit greinst í Stykkishólmi og einhverjir eru í sóttkví. Í ljósi þessa teljum við sem erum í neyðarstjórn FSN ekki rétt að nemendur mæti í skólann að svo stöddu, heldur munum við kenna alla áfanga í TEAMS  og MOODLE.

Við munum því kenna samkæmt stundatöflu á mánudag, þriðjudag og miðvikudag og það er mætingarskylda í tímana á TEAMS. 

Á fimmtudag og föstudag eru námsmatsdagar og því ekki kennsla þá daga.

Við munum svo taka stöðuna um næstu helgi og senda út póst með nýjum upplýsingum.

 

Við viljum minna á persónulegar sóttvarnir:

  • handþvottur,
  • sprittun,
  • eins meters bil á milli einstaklinga.

 

Farið vel með ykkur og vinnum jafnvel í fjarnámi og við gerðum í vor. Vonandi verður þetta aðeins tímabundin aðgerð þessa viku.

 

Kær kveðja f.h. neyðarstjórnar FSN