29.brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

29. útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga var haldin þriðjudaginn 17.desember 2019 klukkan 16 við hátíðlega athöfn í sal skólans.  Í þetta sinn vour níu nemendur útskrifaðir frá skólanum.  Þrír nemendur voru útskrifaðir af félags og hugvísindabraut, þrír nemendur  af opinni braut til stúdentsprófs, einn nemandi af náttúru- og hugvísindabraut, einn lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs og einn nemandi lauk námi af framhaldsskólabraut. Tveir af nemendum okkar sáu sér ekki fært að vera viðstödd athöfnina en í stað þess voru þau í fjarverum.