1. sæti í forritunarkeppni framhaldsskólanna

Giovanni Gaio
Giovanni Gaio

Skiptineminn okkar hann Giovanni Gaio varð í fyrsta sæti í Alpha deild (efstu deild) forritunarkeppni framhaldsskólanna ásamt liðsfélaga sínum úr Hagaskóla, Benedikt Vilja Magnússyni.  Hátt í 100 keppendur í 36 liðum tóku þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem var haldin í tuttugasta skiptið um síðustu helgi. 
Keppnin var háð á netinu, enda þurfti að gera ráðstafanir sökum Covid-faraldursins. Keppnin tókst afar vel þrátt fyrir öðruvísi fyrirkomulag og að sögn þeirra sem sáu um utanumhald hennar voru allir keppendur tilbúnir til að láta þetta ganga upp. 

Í forritunarkeppninni þurftu keppendur að leysa fjölbreyttar forritunarþrautir, allt frá því að smíða forrit sem óskar keppninni til hamingju með 20 ára afmælið yfir í að smíða forrit til að aðstoða við raðgreiningar á kórónuveirunni.

Keppninni var skipt eins og venjulega í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi og einnig var keppt í opinni deild þar sem allir gátu spreytt sig á verkefnum að heiman. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverri deild auk þess sem sigurvegurum Alfa-deildar býðst niðurfelling skólagjalda við tölvunarfræðideild í eina önn.

Við óskum Giovanni hjartanlega til hamingju með árangurinn um leið og við kveðjum hann því hann þarf að snúa aftur heim til Ítalíu sökum Covid faraldursins.