Vel heppnuð skíðaferð að baki

Nemendur í íþróttaáfanganum ÍÞRÓ1SK02 skelltu sér í Hlíðarfjall á Akureyri dagana 20. 21.og 22. febrúar.

Sumir nemendur voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum eða bretti en aðrir nemendur nýttu tækifærið til þess að verða betri.

Það var farið saman á rútu, gist á gistiheimili, skellt sér í sund og farið út að borða saman sem er svo sannarlega nauðsynleg þjálfun í félagsfærni.

Starfsmenn FSN sem fóru með þeim voru þau Guðrún Jóna Jósepsdóttir og Gísli Pálsson og vilja þau koma á framfæri þökkum fyrir vel heppnaða ferð.

Allir nemendur stóðu sig mjög vel og voru svo sannarlega sjálfum sér, foreldrum sínum og FSN til sóma.

 Sjá fleiri myndir hér Skíðaferð