Þjóðargjöf til allra skóla landsins

Íslendingasögur heildarútgáfa
Íslendingasögur heildarútgáfa

Viðhafnarútgáfa sem var send á alla skóla landsins í tilefni af hundarða ára afmæli fullveldis Íslands.

Er þetta safn allra Íslendinga sagna í fimm veglegum bindum. Íslendingasögurnar er með helstu gersemum þjóðarinnar og hafa mótað sjálfsmynd hennar um langan aldur. 

Þjóðargjöfinni er ætlað að fagna ákveðnum áfanga í sögu þjóðarinnar, fullveldi Íslands. En henni er einnig ætlað að vekja athygli á mikilvægi þess að sögurnar lifi áfram með nýjum kynslóðum en falli ekki í gleymsku. Hver kynslóð þarf að þekkja bæði sögu þjóarinnar og sögur þjóðarinnar. Sagnaarfurinn þarf áfram að vera okkur innblástur til að skilja fortíðina og skapa okkur framtíð.