Í dag er síðasti kennsludagur á þessari önn, nemendur eru á fullu að skila inn lokaverkefnum í sínum áföngum.
Lokaverkefni hvers áfanga er hluti af verkefnavinnu áfangans og á alls ekki að vera sérstök viðbók. Markmið lokaverkefna er tvíþætt, annars vegar að nemendur sýni fram á þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir hafa öðlast á önninni og hins vegar að nemendur og kennarar hafi lengri samfelldan tíma til verkefnavinnu til umráða.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga ætlar svo að bjóða nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku og ís í hádeginu áður en farið er í jólafrí.
