Nemendahópur úr FSN fóru ásamt Agnesi námsráðgjafa og Birtu kennara á Wes Side sem haldin var í Menntaskólanum í Borgarnesi þetta árið. Á West Side keppa nemendur úr framhaldsskólunum á Vesturlandi, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Menntaskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Keppt er í ýmsum íþróttum, bæði hefðbundnum og óhefðbundum og að lokinni keppni er ball. Það er skemmst frá því að segja að West Side gekk vel þetta árið, nemendur voru til sóma og allir skemmtu sér hið besta. MB vann keppnina þetta árið.