Nýnemadagur

Nýnemadagar 20. og 23. ágúst.

Það verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins.  Við viljum endilega biðja nemendur að vera búin að ná  sér í íslykil eða rafræn skilríki.

Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Gert er ráð fyrir kennslu samkvæmt stundaskrá nýnemadaga.

Nemendur í framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta í deildina á Patreksfirði kl. 8:30.

Foreldrar nýnema verða boðaðir á sérstakan kynningardag 31. ágúst. Tímasetning verður auglýst síðar.