Nýnemadagur

Nýnemar (nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk grunnskóla nú í vor):

Nýnemar mæta á sérstakan kynningardag, nýnemadag, föstudaginn 16. ágúst kl. 09:00. Þar verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins. Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Gert er ráð fyrir að dagskrá nýnemadags ljúki um kl. 14:30.

Nemendur í framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta á nýnemadag í deildina á Patreksfirði kl. 10:00.