COVID-19

Hér fyrir neðan er samantekt þeirra frétta sem birst hafa á heimasíðu skólans í tengslum við Covid-19.

Viðbragðsáætlun FSN við Covid - 19

Leiðbeiningar fyrir starfsfólk og nemendur

Það hefur verið hefð frá stofnun skólans að útskriftarefni dimmiteri einhvern af síðustu skóladögunum og snæði vöfflur með rjóma ásamt starfsfólki. Þetta árið var ekki dimmision af orsökum sem er öllum kunn en nemendur fengu sitt vöfflukaffi með starfsfólkinu.

Nemendur eru í óða önn að ljúka lokaverkefnum á önninni og við höfum fengið að sjá brot af lokaverkefnum útskriftarnemenda á instagram síðu skólans.

Nú eru aðeins þrír kennsludagar eftir og ég hvet nemendur til að nýta þá vel í síðustu verkefnaskilin á þessari önn.

Næsta vika er 50. vika. 7.-9.desember
Það eru aðeins þrír skóladagar í næstu viku, þ.e. mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur.

Nýnemar og starfsbraut mæta í FSN í Grundarfirði og Framhaldsdeild á Patreksfirði.
Eldri nemendur mega mæta í FSN og í Framhaldsdeild. Munum persónulegar sóttvarnir.

Til minnis:

Miðvikudagur 9.desember er síðasti kennsludagur.
Útskriftarhátíð FSN verður haldin laugardaginn 19.desember klukkan 15:00. Upplýsingar um útfærslu verða sendar út þegar ljóst er hve margir mega vera viðstaddir athöfnina.
Munum persónulegar sóttvarnir og slökum ekki á þeim. Sjá upplýsingar á COVID-19.

Skólahald 49.viku.

 
29.11.2020

Næsta vika er 49. vika.  30.nóv.-4.desember

Góðan dag ágæta samstarfsfólk og nemendur. Takk fyrir góða vinnu í síðustu viku. Nú eru ekki nema átta dagar eftir af þessari önn, síðasti skóladagur er 9.desember. Þessir dagar eru merktir á skóladagatali sem verkefnadagar. Þar sem ýmsar takmarkanir eru á skólastarfi vegna COVID-19 verða lokaverkefni ekki unnin eins og venjulega og engin formlegur sýningadagur verður. Útfærsla á verkefnavinnu er því mismunandi eftir hópum og munu kennarar útskýra það í áföngum í MOODLE.

 

Breytingar í mötuneyti:

Vegna veikindaleyfis verða breytingar í mötuneyti þessa viku.  Maturinn verður sendur í skólann frá veitingahúsinu Kaffi59 þriðjudag til föstudags. Nemendur og starfsfólk þurfa því að panta matinn fyrirfram. Pöntun fer fram á heimasíðu skólans og þar má sjá matseðil þessa daga.  Matarmiðar gilda eins og áður og einnig er hægt að greiða hverja máltíð sérstaklega.

 

Fyrirkomulag kennslu í viku 49.

Nýnemar í Framhaldsdeild og í FSN og nemendur á starfsbraut mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.

Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði geta mætt samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur mæta í TEAMS samkvæmt stundaskrá.

Nú eru að hefjast verkefnadagar í annarlok:

  • Eldri nemendur geta mætt í skólann til að læra eða vinna hópverkefni. Munið hólfaskiptingu og sóttvarnareglur.
  • Kennarar geta kallað til sín nemendur í ákveðnum hópum ef þeir vilja vera með staðkennslu. Munið hólfaskiptingu og sóttvarnaregur.

Útskrift 19.desember.

Útskrift er fyrirhuguð laugardaginn 19.desember klukkan 15, Nánari útfærsla verður sett á heimasíðu skólans þegar ný reglugerð vegna COVID-19 hefur verið gefin út.

 

23.11.2020

Skólahald í 48. viku. 23.-27.nóvember


Nýnemar og starfsbraut mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.
Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði mæta samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur mæta í TEAMS samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur geta mætt í skólann til að læra eða vinna hópverkefni.

Kennarar geta kallað til sín nemendur í ákveðnum hópum ef þeir vilja vera með staðkennslu.

 

Til minnis:

Ég vil vekja athygli ykkar á tímabundinni viðbót við skólareglur á COVID tíma.
Tímabundin viðbót við skólareglur á COVID tíma
https://www.fsn.is/is/namid/almennar-skolareglur/timabundin-vidbot-vid-skolareglur-a-covid-tima

Sóttvarnareglur eru enn í gildi og er persónulegt hreinlæti, grímur og tveggja metra reglan mikilvægustu reglurnar.

Hámarksfjöldi í rými er 25 manns.

Hólfaskipting er enn í gangi og blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa.
Hólf
Nýnemar eru í stóra salnum.
Eldri nememendur hafa námsrými í Býli og upp á Hæð/Höfða/Heiði.
Matartími er skiptur, sjá upplýsingar á skjá í anddyri.

Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Gildir frá og með 18.nóvember, til og með 1.desember 2020.

13.11.2020

Skólahald 16.-20.nóvember


Nýnemar og starfsbraut mæta í skólann samkvæmt stundaskrá.
Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði mæta samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur mæta í TEAMS samkvæmt stundaskrá.

Eldri nemendur geta mætt í skólann til að læra eða vinna hópverkefni.

Á þriðjudaginn er umsjón.

Til minnis:

Sóttvarnarreglur eru enn í gildi og er persónulegt hreinlæti, grímur og tveggja metra reglan mikilvægustu reglurnar.

Hámarksfjöldi í rými er 10 manns en í hópi nýnema mega vera 25 manns.

9.desember er síðasti kennsludagur á þessari önn. Þið hafið öll unnið vel og staðið ykkur frábærlega í aðstæðum sem eru afar óvenjulegar. Við skulum bretta upp ermar á lokasprettinum þannig að við komum sátt í mark í lok annar.

Útskrift. Samkvæmt skóladagatali er útskrift klukkan 15:00 laugardaginn 19.desember. Enn er of snemmt að segja til um hvernig útskriftinni verður háttað en við skulum vona að útskriftarhátíðin geti verið nálægt hefðbundnu sniði.

30.10.2020

Fyrirkomulag kennslu 2.-13.nóvember 2020.

Neyðarstjórn FSN fundaði í framhaldi af boðuðum hertum aðgerðum sem gilda frá miðnætti í dag, 30.10.20 til 17.11.20. Þar var eftirfarandi ákveðið:

Kennsla í FSN verður á TEAMS til 13.nóvember.

Nýnemar í Framhaldsdeild mæta í deildina á Patreksfirði.

Nemendum er frjálst að mæta í skólann og vinna saman innan ramma reglugerðar um sóttvarnir.

Kennarar geta boðið upp á frekari þjónustu í skólanum og nemendur sótt sér frekari þjónustu ef þurfa þykir.

23.10.2020

Næsta vika er 44. vika. 26.-30.október

• Mánudagur:
o Nemendur í grunnteikningu mæta í skólann samkvæmt skilaboðum frá Ólafi kennara.
o Nemendur í GAME1TF mæta í skólann.
o Nemendur í myndlist mæta í skólann í fyrstu t0
o
• Þriðjudagur:
o Nemendur í bókfærslu mæta kl.9:35-12:05.
o Húsfundur með nemendum og starfsfólki á TEAMS.
• Miðvikudagur:
o Nemendur í grunnteikningu mæta í skólann samkvæmt skilaboðum frá Ólafi kennara.
o STÆR3FB mæta kl.10:30-13:25.
o
• Fimmtudagur:
o STÆR2TV mæta klukkan 8:30-11:10.

 

16.10.2020

Næsta vika er 43. vika. 19.-23.október


Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur. Minnisblað sóttvarnalæknis.
Skólahald næstu viku verður með eftirfarandi hætti:
• Nemendur í Framhaldsdeild mæta í deildina á Patreksfirði.
• Nemendur á starfsbraut mæta í skólann í Grundarfirði.
• Nemendur í GRTE1FF05 og GRTE2FÚ05 mæta samkvæmt stundatöflu.
• Nýnemar, þ.e. nemendur fæddir 2004 mæta í skólann í Grundarfirði.
• Önnur kennsla fer fram á TEAMS og MOODLE.

13.10.2020

Neyðarstjórn FSN hittist á fundi í dag og þar var tekin sú ákvörðun að skólahald þessa viku yrði áfram með sama hætti:
• nemendur í Framhaldsdeild mæta í deildina á Patreksfirði,
• aðrir nemendur munu stunda námið samkvæmt stundatöflu á TEAMS og MOODLE.


Við viljum minna á:
• þessa vikuna þurfa nemendur að velja áfanga fyrir vorönn 2021. Umsjónarkennarar eru til aðstoðar og einnig geta nemendur haft samband við Agnesi ráðgjafa og Sólrúnu aðstoðarskólameistara.
• Agnes sendi ykkur póst um könnunina Ungt fólk. Þessi könnun verður lögð fyrir í dag eftir hádegismat, klukkan 12:35. Við hvetjum ykkur til að taka þátt.
• Við viljum líka hvetja ykkur til að skoða HappApp. HappApp byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og býður upp á andlega heilsueflingu. Í appinu eru jákvæð inngrip í formi æfinga sem fólk getur gert til þess að auka andlega vellíðan sína. Æfingarnar auka hamingju/vellíðan og draga úr einkennum þunglyndis og kvíða. Appið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er ókeypis fyrir alla landsmenn.

Við minnum nemendur og starfsfólk á að halda í gleðina og jákvæðnina á þessum flóknu tímum. Þessu er ekki lokið og við skulum vanda okkur í persónulegum sóttvörnum.

Við söknum ykkar og hlökkum til að þessu tímabili ljúki og við getum farið að hittast aftur.

9.10.2020

Takk fyrir þessa óvenjulegu viku. Á mánudag 12.október og þriðjudag 13.október ætlum við að kenna í TEAMS og MOODLE. Nýjar upplýsingar um fyrirkomulag á miðvikudag til föstudags verða sendar út eftir helgi.

5.10.2020

Fyrirkomulag kennslu 6.-9.október

Eins og flestum er ljóst hefur verið gripið til hertra sóttvarnaraðgerða í samfélaginu. 4.október var gefin út reglugerð um takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar. Við höfum breytt fyrirkomulagi á kennslu í FSN með þetta í huga. Ég vil minna alla, bæði starfsfólk og nemendur að fara eftir sóttvarnarreglum, þvo sér oft um hendur og spritta og virða eins metra regluna. Almennt er mælst til grímunotkunar í framhaldsskólum en það er grímuskylda þar sem ekki er hægt að virða reglur um hámarksfjölda og nálægðarareglu um minnst 1 metra fjarlægð, s.s. í sameiginlegum rýmum og við innganga.

 

Eftirfarandi reglur gilda þessa viku:

Skólanum er skipt í fjögur hólf/skólastofur.

Hólf 1 er stóri salurinn, þar verða allir nýnemar.

Hólf 2 er Kvika og Býli. Þar verða nemendur fæddir 2003.

Hólf 3 er Höfði, Hæð og Heiði. Þar verða nemendur fæddir 2002 og fyrr.

Hólf 4 er Dimman. Þar verður starfsbrautin.

Hólf 5 er Framhaldsdeildin.

Til minnis:

Nemendur fara inn í mismunandi innganga eins og áður.
Nýnemar og starfsbraut fara inn um aðalinngang.
Árgangur 2003 fer inn um inngang austanmegin.
Árgangur 2002 og eldri fara inn um inngang vestanmegin.
Blöndun milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa.
Fyrirkomulag matartíma:
Morgunmatur:
Nemendur fara inn í matsal og sækja sér hafragraut og/eða brauð og taka matvælin með sér inn í sitt hólf og borða þar.
Hádegismatur:
Nemendur fara ekki allir í hádegismat saman, heldur fara nemendur hólfaskipt í matinn, borða hádegismat í matsal og fara síðan aftur í sitt hólf.
Tímasetning fyrir morgunmat og hádegismat verður send út á morgun.

Við íþróttakennslu eru snertingar heimilar milli nemenda á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan æfingasvæðis. Mælst er til þess að íþróttakennsla fari sem mest fram utandyra.

4.10.2020

Á fundi Neyðarstjórnar FSN í dag var ákveðið að á morgun yrði kennt í fjarkennslu en nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði mæta.

Það er von á nýjum leiðbeiningum um skólastarf í framhaldsskólum og Neyðarstjórn mun funda á morgun og taka ákvörðun um framhald á skólastarfi næstu viku.

Það er rétt að minna á að öll okkar viðbrögð miðast við það að nemendur okkar smitist ekki og að veiran dreifist ekki.

Við í Neyðarstjórn FSN sendum góðar kveðjur til nemenda og starfsfólks. Við erum saman í þessari baráttu og við hvetjum alla til að láta ekki deigan síga og sinna námi og starfi eins og við getum best.

28.09.2020

Fjarkennsla 29. og 30.september.

Neyðarstjórn FSN hélt fund í dag 28.september klukkan 14:30. Á þessum fundi var ákveðið að halda áfram fjarkennslu á þriðjudag 29. september og miðvikudag 30.september.  Þessi ákvörðun er tekin eftir síðustu upplýsingar um stöðu smita í Stykkishólmi.

Við stefnum á að hefðbundið skólahald geti hafist mánudaginn 5.október og þá mun vera grímuskylda í skólanum.

Þar sem ekki hefur komið upp smit nálægt starfstöð skólans á Patreksfirði munu nemendur framhaldsdeildar mæta í skólann.

27.09.2020

Enn er mikil óvissa í þróun COVID-19 og ekki ástæða til að slaka á varúðarráðstöfunum.  Við munum því fjarkenna á mánudaginn en nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði mæta í deildina. Staðan verður endurmetin daglega þannig að þið fylgist með tilkynningum í tölvupósti og á heimasíðu skólans.

23.09.2020

Fjarkennsla vegna COVID-19

Það var ákveðið í ljósi aðstæðna á Snæfellsnesi að fjarkenna 21.-23. í gegnum forritið TEAMS. Neyðarstjórn FSN fundaði í morgun og fór yfir stöðu mála.  Staðan er enn óljós þannig að við vitum ekki í dag hvort að kennsla geti hafist með hefðbundnum hætti á mánudaginn 28.september. Við munum fylgjast með útbreiðslu veirunnar og taka ákvörðun um framhaldið eins fljótt og unnt er.

Fimmtudaginn 24.september og föstudaginn 25.september eru námsmatsdagar. Þessa daga er því ekki kennsla.

Kæru nemendur, farið varlega og munið sóttvarnarreglurnar.  Vonandi sjáum við ykkur öll í skólanum á mánudaginn.

Bestu kveður

Neyðarstjórn FSN: Agnes, Eydís, Hermann, Hrafnhildur, Óli, Rúna, Lilja og Sólrún.

20.09.2020 

Ágæta starfsfólk og nemendur

Nú hefur COVID-smit greinst í Stykkishólmi og einhverjir eru í sóttkví. Í ljósi þessa teljum við sem erum í neyðarstjórn FSN ekki rétt að nemendur mæti í skólann að svo stöddu, heldur munum við kenna alla áfanga í TEAMS  og MOODLE.

Við munum því kenna samkæmt stundatöflu á mánudag, þriðjudag og miðvikudag og það er mætingarskylda í tímana á TEAMS. 

Á fimmtudag og föstudag eru námsmatsdagar og því ekki kennsla þá daga.

Við munum svo taka stöðuna um næstu helgi og senda út póst með nýjum upplýsingum.

 

Við viljum minna á persónulegar sóttvarnir:

  • handþvottur,
  • sprittun,
  • eins meters bil á milli einstaklinga.

 

Farið vel með ykkur og vinnum jafnvel í fjarnámi og við gerðum í vor. Vonandi verður þetta aðeins tímabundin aðgerð þessa viku.

 31. ágúst - 4. september

Ágæta samstarfsfólk og nemendur

Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum, bæði nemendum og starfsfólki fyrir frábæra viku. Það hafa allir lagst á eitt að láta hlutina ganga upp í þessu undarlega ástandi. Nálægðarmörkin, þ.e. eins meters reglan er virt og við sjáum að það gengur á sprittbirgðir þannig að við erum að muna að spritta okkur.

Á fundi neyðarstjórnar í morgun ákváðum við að taka næsta skref í útfærslu á skólahaldi miðað við 100 manna samkomuhámark og eins meters nálægðarmörkin. Þessir hópar mæta alla daga í skólann: Nýnemar, nemendur á starfsbraut og nemendur í Framhaldsdeild. Eldri nemendur í dagskóla, þ.e. þeir sem eru fæddir fyrir 2004 mæta í skólann samkvæmt skipulagi hér fyrir neðan. Þá verður u.þ.b. þriðjungur af eldri nemendum heima og lærir á TEAMS en 2/3 mæta í skólann.

Skipting á mætingu samkvæmt stafrófsröð er hér fyrir neðan:

Mánudagur:
Nemendur A-K mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
Þriðjudagur:
Nemendur G-Ö mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
Miðvikudagur:
Nemendur A-G OG L-Ö mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
Fimmtudagur:
Nemendur A-K mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
Föstudagur:
Nemendur G-Ö mæta í skólann aðrir eru heima á TEAMS.
Til minnis:

Síðasti dagur fyrir töflubreytingar eru á mánudag 31.ágúst.
Við munum merkja fastan viðverustað kennara í INNU.
Við erum öll almannavarnir.
Sprittum, munum handþvott og nálægðarmörkin.

Með góðri kveðju

Hrafnhildur skólameistari

 

21.08.2020 kl 8:30

Það er ljóst að í byrjun haustannar 2020 mun allt skólastarf litast af sóttvörnum. Grunnstoðir þess starfs eru eftirfarandi:

  • Takmarka smitleiðir og samneyti meðal nemenda og starfsmanna.
  • Veikir nemendur og starfsmenn koma ekki í skólann.
  • Viðhafa gott hreinlæti og sóttvarnir.
  • Í gildi er eins metra fjarlægðarmörk milli allra innan skólans.

Öllum er heimilt að nota grímur hvenær sem er sem og hanska.

  • Inn í skólann eru þrír inngangar og nemendur fara inn 
  • samkvæmt þessari skiptingu:
  • Appelsínugul ör.  Inngangur í matsal: Árgangur 2001  og  2003.
  • Gul ör. Aðalinngangur: árgangur 2004 og starfsbraut.
  • Blá ör. Inngangur austanmegin: árgangur 2002, 2000 og nem. eldri en 2000.

 

Kennsla hefst hjá öllum nemendum samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst kl. 8:30

  • Kennslan verður sambland af fjarnámi og dagskóla.
    • Þessir nemendur mæta alla daga í skólann:
      • Nýnemar.
      • Nemendur.
      • Nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði.

 

  • Nemendur í FSN sem eru fæddir fyrir 2004, þ.e. eldri nemendur mæta samkvæmt þessari skiptingu í næstu viku, þ.e. 24.-28.ágúst.

Skiptingin er samkvæmt stafrófsröð:

Nemendur  A-H mæta á mánudag, miðvikudag og föstudag

Nemndur I-Ö mæta á þriðjudag og fimmtudag.

    •  
  • Kennt verður eftir stundatöflu eins og hún er í Innu. Mæting er skráð í öllum tímum. Kennsla fer fram í Moodle og TEAMS
  •  
  • Mötuneytið verður opið.
    • Hafragrautur er í boði FSN á morgnana en einnig er hægt að kaupa aðrar veitingar
    • Matarmiðar eru til sölu á skrifstofu og í mötuneyti.
  • Ef nemendur þurfa að bíða á milli tíma þá geta þeir unnið í mötuneytinu eða unnið á öðrum lærdómsstöðum í húsin
  • Í FSN er til staðar viðbragðsáætlun ef upp kemur smit eða grunur um slíkt. Leiðbeiningar þegar upp kemur smit eru að finna hér.

Nemendur, kennarar og annað starfsfólk á ekki að mæta til starfa ef þau:

  1. Eru í sóttkví.
  2. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
  3. Hafa verið í einangrun vegna COVID-1 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu).

 

 

 

 14.08.2020 kl: 8:30

Upphaf skólastarfs í Fjölbrautaskóla Snæfellinga – ráðstafanir vegna COVID

Heilbrigðisráðuneytið gaf út nýja reglugerð sem tók gildi 14.ágúst og gildir til 27.ágúst. Í reglugerðinni segir:

Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum

Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Vegna þessarar reglugerðar getum við hafið skólastarf en það er ljóst að skólahald verði ekki með hefðbundnum hætti.

  • 18.ágúst: Nýnemar mæta á nýnemadag. Auglýsing um skólaakstur er á heimasíðu skólans.
  • 19.-21.ágúst: Nýnemar og nemendur á starfsbraut mæta skv. stundaskrá.
  • 24.-28.ágúst: Kennsla hefst formlega hjá öllum nemendum. Nánari útfærsla verður kynnt  síðar.

 

Aðgerðir til að koma til móts við reglugerðir og til að reyna að lágmarka hættu á að smit komi upp.

  • Víðsvegar um skólann er sótthreinsibúnaður.
  • Við hvetjum nemendur til að sótthreinsa sig reglulega og þvo hendur reglulega.
  • Það er búið að raða upp stólum og borðum þannig að nemendur sitja með a.m.k. eins metra millibili.
  • Mötuneyti verður opið en starfsemin verður með breyttu sniði.
  • Starfsmenn/nemendur  munu bera grímur þegar það er þörf vegna öryggis.
  • Það er mikilvægt að allir fylgi eins meters reglunni.

 

Það ríkir heimsfaraldur og við minnum alla á að fara eftir sóttvarnarreglum.   Reglurnar geta breyst og því er nauðsynlegt að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu skólans og í tölvupósti. Munum að fyrirmæli frá stjórnvöldum geta breyst með stuttum fyrirvara

Starfsfólkið í FSN fagnar því að nemendur geti mætt aftur í skólann og hafið nám að nýju. Við hlökkum til að hitta ykkur.

 

 

 

12.03.2020 kl. 14:39

Kæru aðstandendur

Þegar nemendur verða 18 ára þá lokast á aðgang aðstandenda í Innu. Þessa dagana, þegar mikið er um upplýsingar bæði í Innu og í gegnum tölvupóst, þá getur verið hjálplegt að veita foreldrum aðgang. Til að gera það fer nemandinn í Ég í Innu og þar er valið Aðstandendur og smellt á blýantinn. Myndir af þessu eru sýndar í Innu nemenda undir aðstoð/Nemendur. Þar með komast aðstandendur með sínum rafrænu skilríkjum inn í Innu og eru einnig komnir á póstlista.

12.03.2020 kl. 14:00

Kæru nemendur
Eins og þið vitið þá er alvarleg veira að ganga yfir (COVID-19) og höfum við tekið þá ákvörðun að fresta ballinu í kvöld. Við ætlum þó að halda Árshátíðina okkar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga eins og áætlað var. 

Full dagskrá í boði árshátíðarnefndar, árshátíðarvídeó, tilnefningar og skemmtiatriði hjá æðislegum kynnum kvöldsins, Hadda Padda og Erni og fullt af öðrum atriðum verða sýnd. Einnig verða rútuferðir frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ í boði FSN, þarf þó að skrá sig í rútur á Facebook hóp Nemendafélagsins. Brottfarartímar rútanna eru eins og hér segir:

  • Hellissandur kl. 18:45
  • Rif kl. 18.48
  • Ólafsvík 18:56
  • Stykkishólmur kl. 18.45
  • Brottför til baka að lokinni skemmtun.

Húsið opnar klukkan 19:00 og skemmtunin byrjar kl. 19:30. Elsa og Grétar sjá um matinn í kvöld og er matseðillinn glæsilegur, lambakjöt, svínakjöt og meðlæti og að sjálfsögðu gómsætur eftirréttur. 

Þeir sem keyptu miða á ballið hafa tvo valkosti; annars vegar að eiga inni ballmiða fyrir næsta ball eða fá miðaverðið endurgreitt.  Endurgreiðsla miðanna fer fram mánudaginn 16. mars í verkefnatíma.

Það er von okkar að við skemmtum okkur öll vel í kvöld. Gangið hægt um gleðinnar dyr og engin knús og kossar en elskum samt hvort annað. 

Áslaug Stella forseti NFSN
Aníta Elvan formaður árshátíðarnefndar
Elva Björk formaður skemmtinefndar
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari
Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari

10.03.2020 kl. 07:43

Upplýsingar af vef menntamálaráðuneytisins

08.03.2020 kl. 22:34

Nú hefur embætti landlæknis lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna Covid-19 veirusmits. Mikilvægt er að fylgja í hvívetna leiðbeiningum embættisins. Viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar FSN má sjá á vef skólans á forsíðu.

Nemendur og starfsfólk sem hafa kvef eða inflúensueinkenni eru hvött til að vinna heima líkt og við gerum á óveðursdögum og nemendur tilkynna forföll á netfangið fsn@fsn.is

Gætið þess að vinnuhraða verður ekki breytt og engir frestir gefnir á verkefnaskilum en kennarar verða aðgengilegir eftir þeirra fyrirmælum í Moodle. 

Allir þurfa að gæta einstaklega vel að öllu hreinlæti, handþvotti og sprittun. Afgreiðsla í mötuneyti breytist þar sem ekki verður lengur hægt að skammta sér sjálfur heldur verður skammtað fyrir fólk.

Þetta er verkefni okkar allra, við þurfum fyrst og fremst að standa saman, sýna ábyrgð til að tryggja að þau sem eru í samfélagi okkar og veikir fyrir, séu verndaðir eins og kostur er. Ekki er talið líklegt að ungt og hraust fólk lendi í vanda þó það fái veiruna.

05.03.2020 kl. 10:44

Vegna COVID-19 veirunnar hefur Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lýst yfir hættustigi almannavarna.

Ég vil minna á að við þurfum öll að fara eftir leiðbeiningum yfirvalda. Þar er fyrst og fremst lögð áhersla á hreinlæti og að þvo hendur reglulega með vatni og sápu, sérstaklega fyrir máltíðir. Einnig er minnt á að sleppa handaböndum og faðmlögum.

Það er búið að setja Viðbragðsáætlun FSN á vefinn. Þið kynna skuluð kynna ykkur viðbragðsáætlunina. Nýjar upplýsingar fara á vef skólans og facebook síðu jafnóðum og þær berast. Vinsamlega fylgist með.

02.03.2020 kl. 13:14

Leiðbeiningar um handþvott

Sjá stærri mynd

Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðhafa því snerting, bein og óbein, er lang algengasta smitleið sýkla milli manna.  Með höndunum snertum við allt umhverfi okkar og með þeim komast sýklar inn í slímhúð í munni, nefi, augum og kynfærum og geta valdið sýkingu.  Með höndunum geta sýklar komist í matvæli og borist þannig yfir í aðra.  Vandaður handþvottur er því afar mikilvægur hvort sem honum er beitt til að vernda sjálfan sig eða umhverfið.

Aðferð til að nota við handþvott og handsprittun

  • Endurtakið a.m.k. fimm sinnum hvert atriði handhreinsunarinnar
  • Stöðluð aðferð sem tryggir að ekkert svæði handanna verði útundan