Fiskeldisbraut

 

Námsbraut í fiskeldi er í samþykktarferli hjá Menntamálaráðuneytinu en innritun á brautina er hafin og kennsla hefst í ágúst 2018.

Nám á fiskeldisbraut er 120 einingar með námslokum á öðru hæfniþrepi. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf á sviði fiskeldis og er lögð áhersla á að þjálfa nákvæmni í vinnubrögðum, áreiðanleika og hæfni til að vinna sjálfstætt undir stjórn yfirmanns. Að loknu námi á nemandi að geta skipulagt og forgangsraðað störfum sínum, veitt jafningjum ráðgjöf og leiðbeiningar í samvinnu við yfirmann. Við námslok getur nemandi hafið störf við fiskeldi eða haldið áfram námi til stúdentsprófs kjósi hann svo.

Námsbrautalýsing