Nemendur:
Stundatöflubirting í INNU verður 11. ágúst.
Skólasetning og fyrsti kennsludagur:
Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2025 er mánudagurinn 18. ágúst kl. 8:30. Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundatöflu.
Athygli er vakin á því að á heimasíðu skólans, www.fsn.is er að finna margvíslegar upplýsingar um skólann. FSN er einnig á Instagram og Facebook.
Þeir nemendur og/eða forráðamenn þeirra eru beðnir um að senda tölvupóst á fsn@fsn.is ef þeir vilja ekki gefa leyfi fyrir birtingu mynda (ljósmyndir, myndbandsupptökur) sem teknar eru í námi og starfi og koma m.a. fram á Facebook síðum, Instagram síðum, í fréttablöðum og á heimasíðu Fjölbrautaskóla Snæfellinga.