Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga er mótuð í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 18.-23.gr. laga nr. 10/2008 og jafnrétti í víðara samhengi. Markmið hennar er að stuðla að jafnrétti kynja í skólanum, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans, ennfremur til að minna stjórnendur, nemendur og starfslið skólans á mikilvægi þess að allir fái notið hæfileika sinna.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur í heiðri þau gildi að mikilvægt sé að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu, starfshæfni og viðhorfum allra starfsmanna og nemenda. Í öllu starfi skólans skal markvisst unnið gegn viðhorfum sem leiða til hverskonar aðstöðumunar  hvort sem byggt er er á aldri, búsetu, fötlun, kyni, kynhneigð, lífsskoðunum, menningu, stétt, trúarbrögðum eða þjóðerni er óheimil, í hvaða formi sem hún kann að birtast og skal vinna markvisst gegn slíkri mismunun.

Kynjunum skal ekki mismunað í skólanum og skal þess gætt að í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Námsefni skal og vera með því móti að í engu sé kynjum mismunað. Fræðsla um jafnréttismál nái til allra nemenda skólans og vinna skal að að því að draga úr kynjaskiptu námsvali. Í náms- og starfsfræðslu og ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf

Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Snæfellinga má nálgast hér.

Síðast uppfært desember 2019. (HH)