Jafnréttisáætlun

2. Jafnréttisáætlun 

Jafnréttisáætlun FSN er verkfæri til þess að útfæra jafnréttisstefnu skólans með markvissum hætti. Í fyrri hluta jafnréttisáætlunarinnar er fjallað um skólann sem menntastofnun og í þeim síðari um skólann sem vinnustað starfsfólks. Henni fylgir síðan aðgerðaráætlun fyrir næstu skólaár.

Jafnréttisnefnd FSN, skipuð skólameistara, aðstoðarskólameistara og námsráðgjafa, er ábyrg fyrir að jafnréttisáætluninni sé fylgt. Á tveggja ára fresti eru kosnir tveir einstaklingar úr hópi annarra starfsmanna til að skoða framkvæmd áætlunarinnar og gera nýja.

2.1.  FSN sem menntastofnun.

Nauðsynlegt er að starfsfólk gefi gott fordæmi, að það sé fyrirmyndir og stuðli að jafnrétti í orði og verki. Í skólastofunni er mikilvægt að kennari leggi fyrir fjölbreyttar gerðir verkefna sem höfða til mismunandi nemendahópa. Kennarinn verður að vera meðvitaður um þann fjölbreytileika sem kann að vera til staðar í nemendahópnum og að allir séu virkjaðir í náminu. Í námsgreinum þar sem öðru kyninu gengur almennt betur skal markvisst reynt að nota aðferðir og efni til að hvetja alla nemendur til dáða.

Samvinna og sjálfstæði kynja Í skólastarfinu skal lögð áhersla á að efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu beggja kynja. Áhersla er lögð á að nemendur njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga hvers og eins. Leitast verður við að haga kennsluaðferðum þannig að kynjum sé ekki mismunað á nokkurn hátt.

Að tryggja jafna aðstöðu kvenna og karla til náms Rannsóknir sýna að munur er á strákum og stelpum hvað varðar áhuga og hæfni á ýmsum viðfangsefnum í skólastarfi. Mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir um þessa þætti og taki tillit til þeirra bæði í efnisvali og kennsluaðferðum. Í skólastarfinu skal lögð áhersla á að höfða til eiginleika hvers einstaklings í hópnum fremur en kynja. Brýnt er að kennarar og starfsmenn séu vakandi fyrir að vinna gegn fordómum sem stuðla að misrétti.

Kennarar skulu vera vakandi fyrir því hvort halli á annað kynið varðandi framkomu í þeirra garð, s.s. hvort stúlkur og piltar séu spurð álíka oft og þeim kennt af jafnmikilli dýpt og sérhæfingu. Starfsfólk skal reglulega fá fræðslufundi og námskeið sem snerta jafnréttismál.

Fræðsla fyrir nemendur. Nemendur skulu fá fræðslu um jafnrétti kynjanna. Í þeirri fræðslu skal leggja áherslu á styrkleika beggja kynja, skyldur og réttindi, sem og mismunun byggðri á kyni. Unnið skal markvisst að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalmyndum.  Nemendur fá þjálfun í að vinna gegn hverskonar misrétti.

Einelti og kynferðisleg áreitni. Auka skal fræðslu um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni til að stuðla að því að allir nemendur séu meðvitað um slík málefni og geti greint slík mál og brugðist við þeim. Þegar slík mál koma upp skulu þau fara í sama farveg og eineltismál.

2.2.  FSN sem vinnustaður starfsfólks.

Launajafnrétti Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir sams konar vinnu og skulu þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf . Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár sbr. 14 gr. laga nr. 96/2000 og gildandi kjarasamninga hverju sinni.

Ráðningar Hafa skal bæði kynin í huga þegar störf eru auglýst og leitast við að halda hlutfalli kynjanna eins jöfnu og frekast er unnt. Skal sérstaklega hvetja þá sem tilheyra því kyni sem hallar á til þess að sækja um störf sbr. 26. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Gæta skal jafnréttissjónarmiða til jafns við önnur sjónarmið við ráðningar í skólanum.

 Starfsþjálfun og endurmenntun Tryggt verði að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða undirbúnings öðrum störfum.

Samræming fjölskyldulífs og starfs/náms Stefnt skal að því að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.

Starfsframi, verkefni og ábyrgð Konur og karlar skulu hafa jafna möguleika á starfsframa innan skólans. Gæta skal jafnréttissjónarmiða við skiptingu verkefna og deilingu ábyrgðar meðal starfsmanna. Við skipan í nefndir og ráð skal gæta þess að kynjahlutfall sé sem jafnast.

Einelti og kynferðisleg áreitni Auka skal fræðslu um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni til að stuðla að því að allt starfsfólk sé meðvitað um slík málefni og geti greint slík mál og brugðist við þeim. Þegar slík mál koma upp skulu þau fara í sama farveg og eineltismál.

2.3.  Aðgerðaáætlun skólaárin 2016-2018

Tímasetning Aðgerð Ábyrgðaraðilar
Vorönn 2016

 

 

Kennsla í kynjafræði sem er skylduáfangi á öllum brautum.

 Kynningarfundur og umræður fyrir starfsmenn um jafnréttisáætlun. Kennarar ræða um umfjöllun um mismunun kynjanna og hvernig megi tengja hana inn í mismunandi námsgreinar.

Kennarar í kynjafræði

 

Jafnréttisnefnd

Maí 2016 Málstofa nemenda í kynjafræði.

Uppfærsla á heimasíðu skólans á  tölulegum upplýsingum um kynjahlutfalli starfsmanna skólans, nemenda og útskrifaðra nemenda sem og í nefndum og stjórum í félagslífi nemenda.

Kennarar í kynjafræði

 

Skólafulltrúi sem sér um heimasíðu skólans

Haust 2016 Átak meðal starfsmanna í að hvetja stúkur til að taka að sér formennsku í nemendafélaginu, NFSN. Jafnréttisfulltrúi og jafnréttisnefnd
Vorönn 2017 kennsla í kynjafræði sem er skylduáfangi á öllum brautum. Kennarar í kynjafræði
Vorönn 2017 Nemendur í kynjafræði standa fyrir fræðslu og umræðum um kynbundna mismunun. Kennarar í kynjafræði
Vorönn 2017 Niðurstöður reglubundinnar  kennslukönnunar í skólanum  greindar eftir kyni. Sjálfsmatshópur
Vorönn 2017 Tekin saman kynjaskipting í sértækum námsörðugleikum nemenda og niðurstöður kynntar fyrir starfsmönnum. Námsráðgjafi og deildarstjóri stoðþjónustu
Haustönn 2017 Tryggja jafnréttisfræðslu í kennslu.

 Vinna úr upplýsingum um hvar jafnréttisfræðsla fer fram í kennslu sem safnað verður haustið 2016 og athuga hvort vanti uppá þá þætti sem kveðið er á um grunnþáttinn jafnrétti í Aðalnámskrá framhaldsskóla.

 Sérstök árhersla verður lögð á grunnþáttinn jafnrétti

Jafnréttisfulltrúi og jafnréttisnefnd.

 

Sjálfsmatshópur FSN Skólameistari

Vorönn 2018 Kennsla í kynjafræði. Vægi kynjafræðslu aukinn í öðrum áföngum. Kennarar í kynjafræði jafnréttisfulltrúi
Vorönn 2018 Niðurstöður reglubundinnar  kennslukönnunar í skólanum  greindar eftir kyni. Sjálfsmatshópur FSN
Vorönn 2018 Tryggja jafnréttisfræðslu í kennslu.

 Vinna úr upplýsingum um hvar jafnréttisfræðsla fer fram í kennslu sem safnað verður vorið 2018og athuga hvort vanti uppá þá þætti sem kveðið er á um grunnþáttinn jafnrétti í Aðalnámskrá framhaldsskóla.

Jafnréttisfulltrúi Sjálfsmatshópur FSN

 

Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Snæfellinga skal metin og endurskoðuð á tveggja ára fresti, næst á vorönn 2018