Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun

Síðast breytt: febrúar 2020

1.    Jafnréttisstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Jafnréttisstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga er mótuð í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 18.-23.gr. laga nr. 10/2008 og jafnrétti í víðara samhengi. Markmið hennar er að stuðla að jafnrétti kynja í skólanum, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans, ennfremur til að minna stjórnendur, nemendur og starfslið skólans á mikilvægi þess að allir fái notið hæfileika sinna.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur í heiðri þau gildi að mikilvægt sé að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu, starfshæfni og viðhorfum allra starfsmanna og nemenda. Í öllu starfi skólans skal markvisst unnið gegn viðhorfum sem leiða til hverskonar aðstöðumunar  hvort sem byggt er er á aldri, búsetu, fötlun, kyni, kynhneigð, lífsskoðunum, menningu, stétt, trúarbrögðum eða þjóðerni er óheimil, í hvaða formi sem hún kann að birtast og skal vinna markvisst gegn slíkri mismunun.

Kynjunum skal ekki mismunað í skólanum og skal þess gætt að í námi og kennslu, starfsháttum og daglegri umgengni við nemendur. Námsefni skal og vera með því móti að í engu sé kynjum mismunað. Fræðsla um jafnréttismál nái til allra nemenda skólans og vinna skal að að því að draga úr kynjaskiptu námsvali. Í náms- og starfsfræðslu og ráðgjöf í skólum skal leitast við að kynna bæði piltum og stúlkum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf.

2. Jafnréttisáætlun
Jafnréttisáætlun FSN er verkfæri til þess að útfæra jafnréttisstefnu skólans með markvissum hætti. Í fyrri hluta jafnréttisáætlunarinnar er fjallað um skólann sem menntastofnun og í þeim síðari um skólann sem vinnustað starfsfólks. Henni fylgir síðan aðgerðaráætlun fyrir næstu skólaár.

Jafnréttisnefnd FSN, skipuð skólameistara, aðstoðarskólameistara og fulltrúa starfsfólks, er ábyrg fyrir að jafnréttisáætluninni sé fylgt.

2.1.  FSN sem menntastofnun

Nauðsynlegt er að starfsfólk gefi gott fordæmi, að það sé fyrirmyndir og stuðli að jafnrétti í orði og verki. Í skólastofunni er mikilvægt að kennari leggi fyrir fjölbreyttar gerðir verkefna sem höfða til mismunandi nemendahópa. Kennarinn verður að vera meðvitaður um þann fjölbreytileika sem kann að vera til staðar í nemendahópnum og að allir séu virkjaðir í náminu. Í námsgreinum þar sem öðru kyninu gengur almennt betur skal markvisst reynt að nota aðferðir og efni til að hvetja alla nemendur til dáða.

Samvinna og sjálfstæði kynja
Í skólastarfinu skal lögð áhersla á að efla sjálfstæði og sjálfsvirðingu beggja kynja. Áhersla er lögð á að nemendur njóti alhliða menntunar og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska og áhuga hvers og eins. Leitast verður við að haga kennsluaðferðum þannig að kynjum sé ekki mismunað á nokkurn hátt.

Að tryggja jafna aðstöðu kvenna og karla til náms
Rannsóknir sýna að munur er á strákum og stelpum hvað varðar áhuga og hæfni á ýmsum viðfangsefnum í skólastarfi. Mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir um þessa þætti og taki tillit til þeirra bæði í efnisvali og kennsluaðferðum. Í skólastarfinu skal lögð áhersla á að höfða til eiginleika hvers einstaklings í hópnum fremur en kynja. Brýnt er að kennarar og starfsmenn séu vakandi fyrir að vinna gegn fordómum sem stuðla að misrétti.

Kennarar skulu vera vakandi fyrir því hvort halli á annað kynið varðandi framkomu í þeirra garð, s.s. hvort stúlkur og piltar séu spurð álíka oft og þeim kennt af jafnmikilli dýpt og sérhæfingu. Starfsfólk skal reglulega fá fræðslufundi og námskeið sem snerta jafnréttismál.

Fræðsla fyrir nemendur.
Nemendur skulu fá fræðslu um jafnrétti kynjanna. Í þeirri fræðslu skal leggja áherslu á styrkleika beggja kynja, skyldur og réttindi, sem og mismunun byggðri á kyni. Unnið skal markvisst að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalmyndum.  Nemendur fá þjálfun í að vinna gegn hverskonar misrétti.

Einelti og kynferðisleg áreitni.
Auka skal fræðslu um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni til að stuðla að því að allir nemendur séu meðvitað um slík málefni og geti greint slík mál og brugðist við þeim. Þegar slík mál koma upp skulu þau fara í sama farveg og eineltismál.

2.2.  FSN sem vinnustaður starfsfólks.

Launajafnrétti
Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir sams konar vinnu og skulu þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf . Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár sbr. 14 gr. laga nr. 96/2000 og gildandi kjarasamninga hverju sinni.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að konur og karlar fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Marka stefnu í jafnlaunamálum.

Greina laun og fríðindi starfsmanna til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða.

Leiðrétta launin ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum kvenna og karla.

Jafnlaunavottun.

Stjórnendur

 

Lokið í febrúar 2020.

Lokið í febrúar 2020.

 

Lokið í mars 2020.

 

Lokið í mars  2020.

 

2.    Ráðningar, starfsþjálfun og endurmenntun

20. gr. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun „Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum.“
Hafa skal bæði kynin í huga þegar störf eru auglýst og leitast við að halda hlutfalli kynjanna eins jöfnu og frekast er unnt. Skal sérstaklega hvetja þá sem tilheyra því kyni sem hallar á til þess að sækja um störf sbr. 26. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Gæta skal jafnréttissjónarmiða til jafns við önnur sjónarmið við ráðningar í skólanum. Tryggt verði að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða undirbúnings öðrum störfum.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að laus störf innan skólans standi opin bæði konum og körlum.

Að jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum.

Samantekt á kynjahlutföllum í öllum starfshópum.

Samantekt yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar.

Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um laus störf.

Skólameistari.

Lokið í febrúar ár hvert.

 
Lokið í febrúar ár hvert.

Alltaf þegar starf er auglýst laust til umsóknar.

Að tryggja að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum.

Árleg greining á sókn kvenna og karla í sambærilegum störfum í endurmenntunarnámskeið og í starfsþjálfun.

Leiðrétta ef fram kemur óútskýranlegur munur á sókn kvenna og karla í endurmenntun og starfsþjálfun.

Skólameistari og mannauðsstjóri.

Lokið í apríl ár hvert.

 

Samræming fjölskyldulífs og starfs/náms

21. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs „Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.”
Stefnt skal að því að gera starfsfólki kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að vera fjölskylduvænn vinnustaður.

 

Að koma á kerfi sveigjanlegs og fyrirsjáanslegs vinnutíma.

Kynna kerfi sveigjanlegs vinnutíma og stefnu skólans hvað varðar samræmingu fjölskyldu- atvinnulifs.

Framkvæmdastjóri og mannauðsstjóri.

Kynning í september ár hvert.

 

Starfsframi, verkefni og ábyrgð

Konur og karlar skulu hafa jafna möguleika á starfsframa innan skólans. Gæta skal jafnréttissjónarmiða við skiptingu verkefna og deilingu ábyrgðar meðal starfsmanna. Við skipan í nefndir og ráð skal gæta þess að kynjahlutfall sé sem jafnast.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að báðir foreldrar nýti sér þann rétt sem þau eiga varðandi forelda- og fæðingarorlof og leyfi vegna veikinda barna.

Kynna fyrir starfsfólki og þá sérstaklega verðandi foreldrum, réttindi og skyldur sem að hefur gagnvart vinnustaðnum.

Mannauðsstjóri og skólameistari.

Kynning í september ár hvert.

 

Einelti og kynferðisleg áreitni

22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni „Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.“
Auka skal fræðslu um einelti, kynbundna- og kynferðislega áreitni til að stuðla að því að allt starfsfólk sé meðvitað um slík málefni og geti greint slík mál og brugðist við þeim. Þegar slík mál koma upp skulu þau fara í sama farveg og eineltismál.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Að koma í veg fyrir að starfsfólk skólans verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og/eða kynferðislegri áreitni.

Að í skólanum sé til forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Að starfsfólk skólans viti hvert skal leita ef það verður fyrir eða verður vitni að kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og/eða kynferðislegri áreitni.

Allt starfsfólk skólans fái fræðslu um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.

 
Forvarnar og viðbragðsáætlunin kynnt fyrir öllu starfsfólki.

 

 Í forvarnar og viðbragðsáætluninni kemur skýrt fram hvert skal leita ef slík mál koma upp.

Jafnréttisnefnd og skólameistari.

Lokið í september ár hvert og síðan fylgt eftir allt skólaárið.

 

 Lokið í maí 2020.

 

2.3 NEMENDUR

22. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni „Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.“

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólanum.

Nemendur fái fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. er lögð áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu.

Stjórnendur og kennarar sæki námskeið í samþættingu jafnréttis og kynjasjónarmiða.

 Jafnréttisfræðsla verði samþætt inn í allar námsgreinar á öllum skólastigum.

Í ársskýrslum geri kennarar grein fyrir hvernig þeir stóðu að jafnréttisfræðslu.

Skólameistari og jafnréttisnefnd.

Lokið skólaárið 2020-2021.

Kennslu og námsgögn skólans skulu þannig úr garði gerð að kynjunum sé ekki mismunað.

Námsefni hvers stigs yfirfarið m.t.t. jafnréttis.

Deildarstjórar á hverju stigi.

September og janúar ár hvert.

Markvisst unnið gegn kynbundnu náms- og starfsvali.

 

Nemendur hljóti fræðslu og ráðgjöf varðandi nám og störf óháð kyni.

Náms- og starfsfræðsla með áherslu á að vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla.

 

Námsráðgjafi.

Lokið skólaárið 2020-2021.

 

Jafnréttisáætlun Fjölbrautaskóla Snæfellinga skal metin og endurskoðuð á tveggja ára fresti, næst á vorönn 2021.