Framhaldsskólabraut 1

Við skólann er einnig hægt að ljúka styttra námi af framhaldsskólabraut 1 eða 2.

Meginmarkmið framhaldsskólabrautar 1 er að bjóða upp á skilgreind námslok af stuttri braut sem undirbýr nemendur fyrir frekara nám og störf. Á brautinni eru nemendur aðstoðaðir við að byggja upp trú á eigin getu og seiglu í námi, auk þess að efla sjálfsmynd og sjálfsskilning. Nemendum eru kynntar mismunandi leiðir í menntakerfinu og þeir aðstoðaðir við að marka sér stefnu í námi og starfi. Nemendur fá hagnýta menntun í kjarnagreinum jafnt sem öðrum greinum auk þess sem þeir eru fræddir um vinnumarkaðinn, t.d. með vinnustaðanámi. Nám á brautinni er 90 einingar og tekur 3 - 4 annir. Við námslok útskrifast nemendur með framhaldsskólapróf.

Námsbrautalýsing