Fréttir

12.04.2019

Páskafrí

Minni á að það er páskafrí frá 15. apríl - 28. apríl, kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 29. apríl. Skrifstofan verður lokuð frá 15. apríl -28. apríl opnar kl. 8:00   29. apríl.
12.04.2019

Heimsókn frá Malaga

Í þessari viku dvöldu skólastjórnendur og kennarar frá IES Santa Bárbara skólanum í Malaga á Spáni hjá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Gestirnir voru hér í gegnum Job shoadow verkefni Erasmus+ verkefnaáætlunar Evrópusambandsins til að fylgjast með og fræðast um kennsluhætti og starfsemi FSN. Þau Antonio, Cristóbal, Isabel og Louisa voru mjög ánægð með dvölina og þótti einstaklega merkilegt að sjá kennslu í opnum rýmum og þá tækni sem notuð er við nám og kennslu í skólanum og buðu starfsfólki og nemendum að koma í heimsókn til sín við tækifæri.
11.04.2019

Innritun hafin í fjarnám

Innritun er hafin í fjarnám í Fjölbrautaskóla Snæfellinga haustið 2019. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um innritun má finna undir flipanum Fjarnám efst á heimasíðunni.
02.04.2019

Umsögn 2